ROUND TABLE 14 Á SELFOSSI

Fulltrúaráðsfundur RTÍ á Selfossi í febrúar 2024

Fyrir þá sem ekki vissu þá leynist paradís við bakka Ölfusár rétt sunnan Ingólfsfjalls. Það er fallegur staður sem er heimabær RT14. Margir hafa haldið að lítill foss rétt suðaustur af Húsavík sem í rennur Jökulsá á Fjöllum sé höfuðvígi RT14 en að sjálfsögðu er það vitleysa. Staðurinn sem um ræðir er bærinn Selfoss. Þessi fagri bær hefur orðið fyrir valinu sem staðsetning fyrir fulltrúaráðsfund RTÍ í febrúar 2024. Við verðum þó að sjálfsögðu með lítinn mótttökubás við Selfoss í Jökulsá á Fjöllum dagana sem fundurinn er haldinn. Þar verður boðið upp á tjaldsvæði fyrir apaheilana sem eiga ennþá takkasíma eða kunna ekki á Google Maps. Rétta leiðin á Selfoss er vissulega þjóðvegur 1 útúr Reykjavík en þá ertu c.a. hálftíma seinna í paradís. Við erum ekki að tala um Hveragerði því er gott fyrir þá sem aka með gát að miða við 45 mínútur frá Reykjavík.

Það er okkur í RT14 sannur heiður að fá að halda þennan fund dagana 16. til 18. febrúar 2024. Endilega skráið ykkur tímanlega á fundinn til þess að auðvelda okkur alla skipulagningu og utanumhald. Á næstu dögum munum við bæta inn upplýsingum, dagskrá og sérstöku tilboði fyrir meðlimi RTÍ á gistingu á Hótel Selfossi.

Heimurinn er eins og bók, ef þú ert alltaf á sama stað þá ertu alltaf á sömu blaðsíðunni.